Atvinnuskapandi nemendaverkefni á Suðurlandi er ætlað að hvetja nemendur og fyrirtæki til samstarfs við vinnu lokaverkefna nemenda. Nemendur vinna raunhæf lokaverkefni í tengslum við fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög með það að markmiði að vinnan leiði til atvinnusköpunar á Suðurlandi. Hugmyndum að verkefnum verður deilt með markvissum hætti, oftast til nemenda frá fyrirtækjum, sveitarfélögum eða stofnunum á Suðurlandi. Nemendur geta einnig lagt fram hugmynd að verkefnum til fyrirtækja.