Dagana 25. og 26. maí næstkomandi verður haldin mjög efnismikil og yfirgripsmikil ráðstefna undir heitinu: Ný sókn gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi. Á ráðstefnunni verður fjallað um þróun, stefnumótun og eflingu þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis og heimilisofbeldis. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Natura í Reykjavík fyrri daginn og á Háskólatorgi seinni daginn. Á ráðstefnunni verður farið yfir það helsta sem hefur verið að gerast víða í stjórnkerfinu við greiningar á stöðu mála og hlutverki hinna fjölmörgu aðila sem að þessum málefnum koma með stefnumótun til framtíðar um að bæta þjónustu við þennan þolendahóp í huga. Einnig verður komið inn á nýjar rannsóknir sem og fjallað um Family Justice Center módelið, sem snýr að því að sem mest að þjónustu við þolendur sé aðgengileg á einum stað. Þá verður sérstaklega fjallað um hvort þjónusta sveitarfélaga á þessu sviði þurfi að aukast.
Það eru SIGURHÆÐIR – þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi, sem tóku frumkvæðið að þessari ráðstefnu, en fengu með sér í lið fjölmarga aðra aðila á þessu sviði sem eru í sömu þörf og SIGURHÆÐIR fyrir að fá yfirlit yfir þessa öru þróun sem á sér stað í málaflokknum. Hér að neðan má sjá upplýsingabækling um ráðstefnuna þar sem frekari upplýsingar um dagskrá og skráningu á ráðstefnuna er að finna.
radstefna_sigurhaedir_A5brot-3