Opinn fundur um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og kragasjúkrahúsanna verður haldinn í Tryggvaskála mánudaginn 16. ágúst kl. 15.00
Tilefni fundarins er skýrsla um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á Suðvesturhorninu sem unnin var að tilhlutan Heilbrigðisráðneytisins sl. vetur og úttekt Guðrúnar Bryndísar Karlsdóttur verkfræðings á skýrslunni.
Á fundinum mun Guðrún Bryndís gera grein fyrir úttekt sinni og Magnús Skúlason framkvæmdastjóri HSu mun greina frá horfum í rekstri og þjónustu stofnunarinnar í ljósi hugmynda um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustunnar.
Heilbrigðisráðherra og þingmönnum Suðurkjördæmisins hefur sérstaklega verið boðið til fundarins.
Fundurinn er öllum opinn.