fbpx

 

Hringiða er viðskiptahraðall með áherslu á sjálfbærni og hefur það að markmiði að draga fram, efla og styðja við nýsköpunarverkefni á frumstigi. 

Þungamiðja Hringiðu felst í skipulögðum vinnustofum og fundum með sérfræðingum úr hópi mentora frá KLAK VMS. Framfarir þátttakenda undir handleiðslu mentoranna skila sér í stórauknum líkum á að sprotarnir nái árangri, íslensku samfélagi til hagsbóta.

Hlutverk Hringiðu er að stuðla að því að á Íslandi rísi öflug fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, skapi verðmæt og áhugaverð störf og skili árangri í umhverfis- og loftslagsmálum á Íslandi.

Um er að ræða ferli þar sem allt að tíu sprotaverkefnum á fyrstu stigum er veittur aðgangur að breiðu tengslaneti leiðbeinenda úr atvinnulífinu og markvissri þjálfun.

Umsjón með Hringiðu er í höndum KLAK – Icelandic Startups sem hefur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi.

Bakhjarlar eru Reykjavíkurborg, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Terra, Ölgerðin og Samtök iðnaðarins. Samstarfsaðilar Hringiðu eru Rannís, Breið þróunarfélag, Evris, Sjávarklasinn, Grænvangur, Hugverkastofa og Hringrásarklasinn.

Umsóknarfrestur í Hringiðu er 19. febrúar 2024 kl. 23:59

Nánari upplýsingar um Hringiðju er að finna á heimasíðu verkefnisins https://klak.is/hringida/