Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður með röð námskeiða í maí á Höfn í Hornafirði.
Frábær námskeið fyrir þá sem vilja finna hugmyndir að viðskiptatækifærum, meta hugmyndir, selja vöruna eða skrifa umsóknir.
Námskeiðin eru ókeypis.
5. maí kl. 15:00-18:00
Að skrifa umsóknir
Leiðbeiningar um skrif á umsóknum
12. maí kl. 15:00-18:00
Að finna hugmyndir
–Hvernig má koma auga á tækifæri?
Frá draumi að veruleika
–Kynning á einföldum aðferðum við að meta fyrstu hugmyndir
19. maí kl. 15:00-18:00
Að hitta í mark(að)
–Ýmsar leiðir til að kynna og selja vörur og þjónustu
Öll námskeiðin verða í Nýheimum og allir velkomnir.