Komið hefur fram hugmynd í Háskóla Íslands um að flytja starfsemi Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði til Reykjavíkur. Á stjórnarfundi SASS sem haldinn var í Vestmannaeyjum 4. Júní sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt:
,,Stjórn SASS skorar á innaríkisráðuneytið og Alþingi að hækka framlag til Rannsóknarmiðstöðvarinnar á næstu fjárlögum til samræmis við upphafleg framlög til miðstöðvarinnar. Rannsóknarmiðstöðin gegnir mikilvægu almannavarnarhlutverki og mikilvægt að starfsemi hennar gjaldi ekki fyrir naumt skammtað fé á fjárlögum. Stjórn SASS hafnar alfarið þeim hugmyndum sem fram hafa komið um flutning starfseminnar til Reykjavíkur. Staðsetning hennar er kjörin á því svæði sem til rannsóknar er, starfsemin er í sérhönnuðu húsnæði fyrir starfsemina og starfsmenn ánægðir, auk þess sem mjög gott samstarf hefur tekist á milli annsóknarmiðstöðvarinnar og sveitarfélaganna.“