Markmið
Að auka sölu og efla söluleiðir smáframleiðenda matvæla á Suðurlandi
Verkefnislýsing
Að styðja við kynningarstarf REKO markaða á Suðurlandi. Hvetja framleiðendur matvæla á Suðurlandi að taka þátt í þeirri þróun sem er að eiga sér stað með milliliðalausum viðskiptum út frá REKO hugmyndafræðinni. Verkefnið yrði hugsað sem stuðningur í formi styrkja til framleiðenda eða hópa framleiðenda, við að kynna og koma á matarmörkuðum út frá hugmyndafræði REKO matarmarkaða.
Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019
Verkefnið tengist sérstaklega eftirfarandi megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands:
- Vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi og auka sjálfbæra nýtingu á orku og auðlindum
- Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun
Lokaafurð
Aukin vitund neytenda á REKO mörkuðum og virkni REKO markaða
Verkefnastjóri
Ingunn Jónsdóttir
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
REKO hópar á Suðurlandi. Matvælaframleiðendur á Suðurlandi.
Heildarkostnaður
1.500.000
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
1.500.000
Ár
2019
Tímarammi
Verkefnið verður unnið á árinu 2019
Árangursmælikvarði/ar
Fjöldi markaða og ánægja/árangur þátttakenda, kaupenda og framleiðenda/seljenda.
Staða
Í vinnslu
Staða verkefnis
Samningur hefur verið gerður við Samtök smáframleiðenda matvæla um að halda utan um verkefnið og verið er að vinna verkefnisáætlun samhliða því.