fbpx

Ríkisstjórnin heldur reglulegan ríkisstjórnarfund á Selfossi á morgun, föstudag, 25. janúar.  Fundurinn hefst kl. 09:00 á Hótel Selfossi. Rædd verða hefðbundin málefni en auk þess verkefni  sem sérstaklega tengjast Suðurlandi.

Að loknum ríkisstjórnarfundi verður haldinn hádegisverðarfundur með sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi þar sem skipst verður á skoðunum og fyrirspurnum svarað.

Blaðamannafundur verður haldinn á Hótel Selfossi kl. 13:30 að loknum fundi með sveitarstjórnarmönnum. Kynnt verða ýmis verkefni á Suðurlandi sem tengjast opinberum framlögum og samskiptum ríkis og sveitarfélaga á Suðurlandi.

Að þessu loknu er gert ráð fyrir því að ráðherrar hafi tækifæri til þess að heimsækja vinnustaði og/eða stofnanir á Suðurlandi.

Með fundinum á Selfossi er hringnum lokað, en ríkisstjórnarfundir hafa verið haldnir í öðrum landshlutum á kjörtímabilinu, á Akureyri, Ísafirði, í Reykjanesbæ og á Egilsstöðum.