Menningarupplifun á Safnahelgi á Suðurlandi 31.október – 3.nóvember nk..
Tónlist Marlene Dietrich í Eyjum, Mugison og félagar á Selfossi, draugasögur á Stokkseyri, tónlist og frásagnir Þórðar í Skógum, saumamaraþon á Hvolsvelli, gönguferð í Flóanum með Guðna Ágústssyni og margt fleira.
Dagskráin hefst með setningarhátíð í Þjósárstofu í Árnesi fimmtudaginn 31. október kl. 16:00.
Ávörp, tónlist og léttar veitingar
Í Sögusetrinu á Hvolsvelli verður saumamaraþon í Njálureflinum og á Byggðasafninu í Skógum verður leiðsögn um safnið ásamt léttum upplestri Þórðar Tómassonar og tónlistaratriði.
Í Flóanum verða spennandi viðburðir eins og gönguferð að Flóðgáttinni þar sem Guðni Ágústsson mun leiða hópinn og einstakir tónleikar með KK (Kristjáni Kristjánssyni) og Magga Eiríks í Þingborg.
Heimsókn í Hornafjarðarsöfn. Sérfróðir á sviði fugla, sögu og fornleifafræða verða á staðnum til skrafs og ráðagerða.
Í Vestmannaeyjum opnar bátasafn Þórðar Rafns, kynnt verður ný bók Eddu Andrésar, frásagnir úr Eldeyjaför, valdir kaflar úr Eyjakvikmyndum, ljósmynda- og myndlistasýningar. Hápunkturinn í Eyjum eru svo tónleikar með tónlist sem Marlene Dietrich gerði fræga um miðja síðustu öld. Hrund Ósk Árnadóttir syngur við undirleik Pálma Sigurhjartarsonar.
Á Selfossi er metnaðarfull dagskrá, hápunkturinn eru án efa tónleikar Mugison, Jónasar Sig. og Ómars Guðjónsonar í Tryggvaskála.
Skemmtileg nýjung er að sundlaugarnar á Selfossi og Stokkseyri verða með eigin dagskrá „Uppskriftir í Pottunum“.
Konubókastofan á Eyrarbakka kynnir stjörnur kvennabókmennta þar á meðal verk Guðrúnar frá Lundi.
Stærsti viðburðurinn á Klaustri er án efa: „Eldklerkurinn“. Möguleikhúsið sýnir nýtt leikverk, einleik um sr. Jón Steingrímsson, í félagsheimilinu Kirkjuhvoli. Höfundur handrits og leikari er Pétur Eggerz, leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir, leikmynd gerði Rósa Sigrún Jónsdóttir, búninga Thelma Björnsdóttir og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson.
Dagskrá helgarinnar er hér
Eða á www.sunnanmenning.is