26. júlí sl. undirrituðu Elfa Dögg Þórðardóttir formaður SASS og Hreinn Haraldsson vegamálstjóri samning á milli Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Vegagerðarinnar um almenningssamgöngur á milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins. Með samningnum taka samtökin að sér að skipuleggja og tryggja almenningssamgöngur og fólksflutninga á svæðinu frá Ölfusi í vestri til Hornafjarðar í austri. Samningurinn tekur gildi um næstu áramót og gildir í sjö ár.
Sjá nánar: Samningur við Vegagerð