fbpx

Markmið

Markmið verkefnisins er að ná samræmdum árangri og slagkrafti í markaðssetningu á áfangastaðnum Suðurlandi með útgáfu á nýjum og samræmdum kortum byggt á þrískiptingu svæðis markaðsgreiningarinnar, þar sem áherslur hvers svæðis eru dregnar fram. Með því næst meiri fókus og þar með nýting fjármagns sveitarfélaganna á Suðurlandi til útgáfu korta með markvissum, faglegum og samræmdum hætti.

Verkefnislýsing

Verkefnið gengur út á að hanna nýjan kortagrunn fyrir Suðurland, sem byggir á þrískiptingu svæðisins. Markaðsstofa Suðurlands og aðilar á sviði ferðamála geta þá í framhaldi notað þann grunn í sinni útgáfu. Upplýsingar verða þá uppfærðar með samræmdum hætti, útlit verður samræmt og uppfærslan á sér þá stað á sama tíma fyrir öll svæði á Suðurlandi. Með verkefninu verður í framhaldi hægt að fækka og einfalda útgáfu korta á Suðurlandi.

Tengsl við sóknaráætlun

Verkefnið miðar að einni af megin áherslum Sóknaráætlunar sem er að skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum.

Þá miðar verkefnið að hluta af því að bæta samkeppnishæfni fyrirtækja og atvinnulífs á Suðurlandi með því að styðja við markaðssókn, búa til betri jarðveg fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í landshlutanum ásamt því að efla ferðaþjónustu með öflugri markaðssókn.

Lokaafurð

Samræmt útlit korta/kynningarefnis fyrir áfangastaðinn Nákvæmt kort/grunnur sem nýtist mismunandi hagsmunaaðilum á Suðurlandi (prentvænt) Betri samhæfing í markaðsaðgerðum hagsmunaaðila á Suðurlandi og fagleg ásýnd svæðisins Betri nýting fjármuna hagsmunaaðila – skipta með sér áherslum/verkum Ferðamenn dvelja lengur, ferðast víðar og verja meira fé á svæðinu.

Verkefnastjóri
Dagný Hulda Jóhannsdóttir
Verkefnastjórn
Dagný Hulda Jóhannsdóttir, Ragnhildur Sveinbjarnardóttir og Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
Markaðsstofa Suðurlands
Samstarfsaðili
Starfshópur um ferðamál á Suðurlandi
Heildarkostnaður
2.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.000.000 kr.
Ár
2016
Tímarammi
Verkefnið verður unnið í lok árs 2016 og byrjun árs 2017.