Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra býður til opinna umræðu- og kynningarfunda um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030.
Fundirnir eru haldnir víðs vegar á landinu. Á Suðurlandi eru fundirnir haldnir þann 21. febrúar á Hótel Hvolsvelli og þann 6. mars í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.
Fyrstu drög að aðgerðaáætlun ferðamálastefnu 2030 voru unnin í víðtæku samráði við fjölda hagaðila. Eru drögin byggð á vinnu sjö starfshópa og stýrihóps og voru þau birt í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember á síðasta ári.
Eru ferðaþjónustuaðilar og öðrum áhugasömum um þrónun ferðaþjónustunnar hjartanlega velkomin.
Vinsamlegast skráðu mætingu hér.
Nánari upplýsingar um ferðamálastefnuna er að finna á Ferðamálastefna.is