Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir að ráða dugmikinn einstakling í starf fulltrúa/gjaldkera á skrifstofu samtakanna, með aðsetur að Austurvegi 56 á Selfossi. Fulltrúi annast almenna skrifstofuþjónustu og ber ábyrgð gagnvart framkvæmdastjóra.
Helstu verkefni:
- Umsjón með afgreiðslu og móttöku skrifstofunnar
- Greiðsla reikninga og styrkja
- Almenn skrifstofuþjónusta fyrir starfsmenn SASS og samstarfsstofnanir samtakanna
- Setja upplýsingar á heimasíður og samfélagsmiðla
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af skrifstofu-/gjaldkerastörfum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Þjónustulund og nákvæmni
- Góð íslenskukunnátta
Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511-1225.
Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 23. september 2019.
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.