fbpx

Nú um áramótin sameinaðist starfsemi  Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Atvinnuþróunarfélags  Suðurlands undir nafni samtakanna og atvinnuþróunarfélagið lagt niður sem sérstök stofnun.  Sameiningin er í samræmi við aðalfundarsamþykktir  beggja stofnananna   frá 18. og 19. október sl.

Ekki verða neinar eðlisbreytingar á starfseminni við þessi skipti og geta því fyrirtæki og einstaklingar leitað til SASS um ráðgjöf eins og þeir gerðu áður til Atvinnuþróunarfélagsins.    Framundan er stefnumótunarvinna og endurskipulagning á starfseminni og verða hugsanlegar breytingar kynntar þegar þær liggja fyrir.    Þá verða heimasíður sameinaðar en þangað til verða núverandi heimasíður starfræktar.  Settar verða upp skýrar tengingar þeirra á milli.