fbpx

 Verkefnisstjórar/ráðgjafar á sviði atvinnu- og byggðaþróunar

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óska eftir að ráða tvo verkefnastjóra/ráðgjafa.  Annar ráðgjafinn verður með starfsstöð á Hornafirði en hinn á Selfossi.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og  Atvinnuþróunarfélag Suðurlands verða sameinuð um  nk. áramót  til þess að að takast á við aukin verkefni  landshlutasamtakanna í framtíðinni.  Starfssvæði samtakanna nær frá Ölfusi  í vestri að Hornafirði í austri. Atvinnuráðgjafar veita ráðgjöf, hafa umsjón með styrkveitingum til áhugaverðra verkefna og vinna að stefnumótun í atvinnumálum fyrir landshlutann. Lögð er áhersla á hraða, gæði og vönduð vinnubrögð við úrlausn verkefna og er  unnið  í nánu samstarfi við einstaklinga, fyrirtæki, önnur innlend atvinnuþróunarfélög, opinbera aðila og erlenda aðila á sviði byggðaþróunar.

Starfssvið:

  • Samstarf með fyrirtækjum, einstaklingum og sveitarfélögum að atvinnuþróun og nýsköpun á starfsvæðinu.
  • Viðskipta- og rekstrarráðgjöf.
  • Aðstoð við gerð styrkumsókna.
  • Þátttaka og stjórnun nýsköpunar- og þróunarverkefna.
  • Stefnumótun í atvinnumálum.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði viðskipta og hagfræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Góð þekking og áhugi á atvinnu– og efnahagslífi á landsbyggðinni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Færni í ræðu og riti.
  • Frumkvæði, sjálfstæði, framsýni og metnaður.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar n.k.

Umsóknarfrestur er til og með 31. desember 2012 og skal umsóknum með upplýsingum um starfsferil og menntun skilað til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga Austurvegi 56, 800 Selfossi, eða að senda þær á netfangið thorvard@sudurland.is .  Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar veita Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri SASS í síma 480-8200 og Steingerður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagsins í síma 848 6385.

Bæði konur og karlar eru hvött til þess að sækja um störfin.

Nánari upplýsingar um starfsemi SASS og Atvinnuþróunarfélagsins er að finna á www.sudurland.is  og  www.sudur.is.