Veruleg aukning varð á umferðinni á milli Selfoss og Reykjavíkur á síðasta ári.
Umferðartalning fer fram á 4 stöðum; við Ingólfsfjall, á Hellisheiði, á Sandskeiði og við Geitháls. Meðalumferð við Ingólfsjall var 7.049 bílar á sólarhring, hafði aukist um 521 bíl á dag frá árinu áður eða um 8,0%. Á Hellisheiðinni var meðalumferðin 6.443 bílar að meðaltali og hafið aukist um 461 bíl eða um 7,7%. Á Sandskeiði varð aukningin meiri. Þar fóru um að meðaltali 8.207 bílar á sólarhring og hafði fjölgað um 896 frá árinu 2005 eða um 12,3%. Svipaða sögu er að segja um umferðina við Geitháls. Þar var meðalumferðim 9.656 bílar og hafði aukist um 883 bíla eða um 10,1%. Þegar á heildina er litið er umferðaraukningin á þessari leið á síðasta ári tæp 10%.
Á síðustu 4 árum hefur umferð á leiðinni aukist um rétt tæp 30%. Ef aukningin verður svipuð næstu 4 árin verður umferðin árið 2010 um 9.200 bílar að meðaltali á sólarhring við Ingólfsfjall, á Hellisheiði um 8500, á Sandskeiði um 10.700 bílar og við Geitháls um 12.500 bílar.
Þessi þróun sýnir svo ekki verður um villst að full þörf er fyrir 4 akreina veg á milli Selfoss og Reykjavíkur