Ráðstefnan Sjálfbært Suðurland – úrgangsmál, var haldin á vegum Samtaka Sunnlenskra Sveitarfélaga þann 7. september 2017 í Flóahreppi. Verkefnið var eitt af áhersluverkefnum SASS vegna Sóknaráætlunar Suðurlands fyrir árið 2017. Markmið ráðstefnunnar var að leiða saman sveitarfélög á Suðurlandi sem vilja stuðla að betri úrgangsmeðhöndlun og koma að stað umhverfisvakningu á sviði umhverfis- og úrgangsmála. Ráðstefnunni var ætlað að vera samráðsvettvangur fyrir málaflokkinn og til tengslamyndunar milli aðila sveitarfélaga um úrgangsmál. Sveitarstjórnarfólki og starfsfólki á viðeigandi sviðum hjá sveitarfélögum á Suðurlandi var boðið til ráðstefnunnar. Dagskráin stóð frá kl. 10:00 til 16:00.
Niðurstaða ráðstefnunnar bendir til að úrgangsmál er ansi vítt og breitt svið sem spannar allt frá heimilsúrgangi, til seyru og sláturúrgangs. Því er í mörg horn að líta og vöknuðu ýmsar réttmætar spurningar, eins og hvort flokkun úrgangs sé raunveruleg hindrun, þar sem sparnaðurinn virðist vera augljós? Í tengslum við flokkunina virðast þrír meginþættir skipta mestu máli og þeir eru: að byggja upp innviði, að auka fræðslu og að koma upp efnahagslegum hvötum þannig að kerfið allt sé skilvirkara og þeir sem flokka fá verðlaun og sóðarnir þurfi að borga. Einnig var skoðað hvernig við getum betur nýtt fjárfestinguna á þeim verkefnum sem gerð hafa verið á Suðurlandi sbr. Saurbæ, Orkugerðina, Feng eða fleiri fyrirtæki sem eru að vinna í úrvinnslu? Og að lokum má spyrja hverjar hindranirnar séu fyrir því að sveitarfélögin flokki meira?
Afurðir verkefnisins eru allar komnar inná vefsvæði áhersluverkefna SASS.
Lokaskýrsla:
Ráðstefnan „Sjálfbært Suðurland – úrgangsmál“. Framkvæmd sjálfbærar ráðstefnu skv. ISO20121 – Sjálfbær viðburðarstjórnun. Undirbúningur og niðurstöður. Sækja skýrslu (.PDF)
Fyrirlestrar:
Staða úrgangsmála á starfssvæði Sorpstöðvar Suðurlands og hringrásarhagkerfið. Stefán Gíslason. (sækja fyrirlestur .pdf)
Kortlagning úrgangsþjónustu á Suðurlandi. Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir. (sækja fyrirlestur .pdf)
Stöðumat úrgangsmála í Bláskógabyggð. Elísabet Björney Lárusdóttir. (sækja fyrirlestur .pdf)
Akureyri, kolefnisjafnað sveitarfélag. Guðmundur H. Sigurðsson. (sækja fyrirlestur .pdf)
Molta ehf. Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu. (sækja fyrirlestur .pdf)
Endurvinnsla seyru úr Uppsveitunum. Börkur Brynjarsson, umhverfis- og tæknisvið Uppsveita. (sækja fyrirlestur .pdf)
Landgræðsla og seyra. Árni Bragason landgræðslustjóri. (sækja fyrirlestur .pdf)
Orkugerðin í Flóanum. Guðmundur Tryggvi Ólafsson. (sækja fyrirlestur .pdf)
Pokastöðin. Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir. (sækja fyrirlestur .pdf)
- Sæmundur Helgason og Elísabet Björney Lárusdóttir
- Gestir ráðstefnu fylgjast áhugasamir með
- Stefán Gíslason, Environice
- Gestir ráðstefnu úr öllum áttum
- Elísabet Björney Lárusdóttir og Bjarni Daníelsson
- Elísabet Björney Lárusdóttir
- Guðmundur H. Sigurðsson
- Matur unnin úr hráefni af Suðurlandi sem undir venjulegum kringumstæðum er hent þar sem viðskiptavinur samþykkir afurðina ekki
- Diskósúpa, grænmeti og brauð úr hráefni sem annars hefði verið hent
- Dóra Svavarsdóttir sá um að elda ofan í mannskapinn
- Girnilegur og mjög umhverfisvænn hádegismatur var á boðstólnum
- Kirstján Ólafsson framkvæmdarstjóri Moltu
- Börkur Brynjarsson, umhverfis- og tæknisvið Uppsveita
- Árni Bragason, Landgræðsla Ríkisins
- Guðmundur Tryggvi Ólafsson, stjórnarformaður Orkugerðarinnar
- Gunnar Þorgeirsson stjórnarformaður SASS
- Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir og Elísabet Björney Lárusdóttir, skipuleggjendur ráðstefnunnar. Á myndina vantar Þórð Frey Sigurðsson