fbpx

Á stjórnarfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga  (SASS) þriðjudaginn 13. maí var m.a. fjallað um hjúkrunarrými á Suðurlandi og stöðuna í málaflokknum.  Unnur Þormóðsdóttir, stjórnarmaður hjá SASS, bæjarfulltrúi í Hveragerði og formaður  vistunarmatsnefndar á Suðurlandi gerði grein fyrir biðlistum eftir hjúkrunar- og hvíldarrýmum. Í máli hennar  koma fram að  Í heilbrigðisumdæmi Suðurlands eru 23 einstaklingar á biðlista eftir  hjúkrunarrými, þar af 12 í Árnessýslu, 6 í Rangárvallasýslu, 3 í  Vestmannaeyjum og 2 á Höfn í Hornafirði. Á biðlista eftir hvíldarými eru  43 einstaklingar; 22 í Árnessýslu, 8 í Rangárvallasýslu, 8 í Vestmannaeyjum og 5 á Kirkjubæjarklaustri. Tekið  skal fram að hluti af  þeim sem bíða eftir hvíldarrými eru á biðlista eftir hjúkrunarrými.

Áskorun til heilbrigðisráðherra

Stjórn SASS samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun á fundinum: ,,Í ljósi þess að langir biðlistar eru eftir hjúkrunarrýmum á Suðurlandi  ítreka Samtök sunnlenskra sveitarfélaga enn og aftur ósk um að heilbrigðisráðherra skipi starfshóp með þátttöku sveitarfélaganna á Suðurlandi um stefnumörkun og framkvæmdaáætlun um uppbyggingu aukins hjúkrunarýmis á Suðurlandi. Stefnumörkunin taki mið af þörf  fyrir nýtt hjúkrunarrými skv. biðlistum, endurnýjun eldra húsnæðis  (einsmannsstofur í stað fjölbýla) og byggingu nýrra hjúkrunarrýma í stað  ónothæfs húsnæðis. Jafnframt verði kannaðir möguleikar á aukinni  heimahjúkrun.“

Stoll