Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Markaðsstofa Suðurlands stóðu fyrir fjarfundum í lok apríl til að kynna nýtt áhersluverkefni SASS Sóknarfæri ferðaþjónustunnar á Suðurlandi. Verkefnið er til stuðnings ferðaþjónustunni á Suðurlandi vegna COVID 19.
Þeir sem misstu af fundunum geta kynnt sér glærurnar sem farið var yfir, en þær eru núna aðgengilegar á heimasíðu SASS undir Sóknarfæri ferðaþjónustunnar. Einnig eru ráðgjafar SASS til taks ef það vakna upp spurningar í tengslum við verkefnið og geta aðstoðað við mótun verkefna og umsókna í sjóðinn.
Þeir sem vilja fá upplýsingar um kynningu markaðsstofunnar geta sent fyrirspurn á info@south.is
Sóknafæri ferðaþjónustunnar kynning frá SASS:
Sóknarfæri ferðaþjónustunnar kynning frá SASS