Drög að tillögu að matsáætlun
Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Sprengisandsleið (26) milli Suður- og Norðurlands, í Rangárþingi ytra, Ásahreppi og Þingeyjarsveit. Framkvæmdin felur í sér nýjan 187-197 km langan veg frá Sultartangalóni að Mýri í Bárðardal. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif tveggja leiða.
Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur um miðhálendi Íslands milli Suður- og Norðurlands. Einnig að bæta aðgengi almennings að miðhálendinu til útivistar og til að styrkja ferðaþjónustu.
Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt á vef Vegagerðarinnar http://www.vegagerdin.is/framkvaemdir/umhverfismat/matsaetlun/, samkvæmt reglugerð 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.
Almenningur getur gert athugasemdir við áætlun Vegagerðarinnar og er athugasemdafrestur til 20. nóvember 2014. Athugasemdir má senda með tölvupósti til helga.adalgeirsdottir@vegagerdin.is og soley.jonasdottir@vegagerdin.
is, eða senda til Vegagerðarinnar, Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri.
Opið hús
Vegagerðin og Landsnet hafa haft samstarf um leiðarval vegna Sprengisandsleiðar og Sprengisandslínu, en mat á umhverfisáhrifum fyrir Sprengisandslínu er einnig að hefjast. Vegagerðin og Landsnet hafa ákveðið að standa sameiginlega að kynningarfundi um matsáætlanir þessara verkefna.
Opið hús verður haldið miðvikudaginn 5. nóvember hjá Steinsholti sf., Suðurlandsvegi 1-3, Hellu kl. 16:00-20:00
Þar verða drög að tillögu að matsáætlun kynnt með útprentuðum gögnum og með upplýsingum á skjávörpum og tölvuskjám. Fulltrúar frá Landsneti, Vegagerðinni og ráðgjöfum verða á staðnum til að ræða við gesti og svara fyrirspurnum.
Allir eru velkomnir