Minjastofnun Íslands ásamt áhugafólki um minjar, standa fyrir ráðstefnunni Strandminjar í hættu – lífróður, næstkomandi laugardag, 18. apríl. Ráðstefnan verður haldin í salnum Kötlu á Hótel Sögu og stendur frá kl. 13:00 til kl. 16:30.
Á ráðstefnunni munu innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um minjar við ströndina, stöðu mála og hvað hægt er að gera til að takast á við þróunina, en mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. Þær minjar sem ekki síst eru í hættu eru minjar um sjávarútveg og sjósókn Íslendinga frá landnámi og allt fram á 20. öld. Um er að ræða gríðarlegt magn ómetnalegra menningarverðmæta sem eru nær órannsökuð og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn.
13:00 – 13:10 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra: Opnun ráðstefnunnar
13:10 – 13:35 Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur: „Sjór nemur land: eyðing fornleifa við sjávarsíðuna“
13:35 – 14:00 Þór Hjaltalín, minjavörður Norðurlands vestra: „Eyðing strandminja: hver er staðan og hvað er til ráða?“
14:00 – 14:10 Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur: „Verstöðvar og verskálaminjar á Austfjörðum“
14:10 – 14:20 Egill Ibsen: „Kaldur veruleikinn í myndum“
Hlé
14:45 – 15:20 Tom Dawson, fornleifafræðingur og framkvæmdastjóri SCAPE í Skotlandi: „The Scotland’s Coastal Heritage at Risk Project“
15:20 – 16:30 Eyþór Eðvarðsson: „Látum hendur standa fram úr ermum“ og umræður
Ráðstefnan er með Fésbókarsíðu: https://www.facebook.com/events/457329027751824/
Hér gefur að líta nokkur myndbönd sem sýna hve alvarlegt ástandið er:
Siglunes í Siglufirði: https://www.youtube.com/watch?v=uR5uyJa5ewc
Gufuskálar á Snæfellsnesi: https://www.youtube.com/watch?v=z-HUW2a1Pvs
Útvegsminjar á Austfjörðum í hættu: https://www.youtube.com/watch?v=ApyssGloi0s
Strandminjar í mikilli hættu á Norðurlandi vestra: https://www.youtube.com/watch?v=bWBKh0WosWU
Verstöðvaminjar á Vestfjörðum að hverfa í sjó: https://www.youtube.com/watch?v=Nec7tUqKAkQ
Fornleifafræðingur tjáir sig um málið: https://www.youtube.com/watch?v=MmSebe2SUp0
Ráðstefnan er öllum opin og allir hvattir til að mæta.