Samkvæmt nýútgefnum tölum frá Hagstofunni fjölgaði Sunnlendingum um 561 á síðasta ári eða um 2,45% og voru samtals 23.478 1. desember sl. Fjölgunin var umfram landsmeðaltal, en landsmönnum fjölgaði um 1,8%á árinu. Hlutfallslega var fjölgunin mest í Ásahreppi eða rúm 8% en tölulega var fjölgunin mest í Árborg en þar fjölgaði íbúum um 285 og eru íbúar nú 7.565 í sveitarfélaginu. Athyglisvert er að íbúum í Rangárvallasýslu fjölgaði um 2,4% eða vel yfir landsmeðaltali þannig að vaxtarsvæði Suðurlands fer stækkandi í austurátt. Íbúum fækkaði í V-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu.
Mannfjöldi á Suðurlandi 1. desember 2007 | ||||
2006 | 2007 | Breyting | Breyting | |
í tölum | í % | |||
Skaftárhreppur | 485 | 466 | -19 | -3,92 |
Mýrdalshreppur | 496 | 488 | -8 | -1,61 |
Rangárþing eystra | 1.694 | 1.741 | 47 | 2,77 |
Rangárþing ytra | 1.526 | 1.547 | 21 | 1,38 |
Vestmannaeyjar | 4.075 | 4.040 | -35 | -0,86 |
Ásahreppur | 158 | 171 | 13 | 8,23 |
Skeiða- og Gnúpverjahreppur | 527 | 535 | 8 | 1,52 |
Flóahreppur | 551 | 576 | 25 | 4,54 |
Sveitarfélagið Árborg | 7.280 | 7.565 | 285 | 3,91 |
Hrunamannahreppur | 786 | 794 | 8 | 1,02 |
Bláskógabyggð | 921 | 972 | 51 | 5,54 |
Grímsnes- og Grafningshreppur | 375 | 379 | 4 | 1,07 |
Hveragerði | 2.189 | 2.274 | 85 | 3,88 |
Sveitarfélagið Ölfus | 1.854 | 1.930 | 76 | 4,10 |
Samtals | 22.917 | 23.478 | 561 | 2,45 |
Landsmeðaltal | 1,8 |