Markmið Markmið verkefnisins er að hagnýta tækifæri til nýsköpunar og markaðssóknar hjá starfandi fyrirtækjum og frumkvöðlum á Suðurlandi. Með áframhaldandi þróun og framkvæmd á Sóknarfærum, sem er stuðningsferli frumkvöðla sem vilja koma viðskiptahugmyndum á næsta skref. Verkefnislýsing Verkefnið snýst um að þróa áfram og framkvæma sértækt stuðningsferli fyrir frumkvöðla sem búa við tækifæri til nýsköpunar
Markmið Markmið fyrsta hluta verkefnisins er að vinna að gerð stöðu- og þarfagreiningar á ferðamennskusamfélaginu í Hornafirði til að undirbyggja stefnumótun með áherslu á sjálfbæra ferðamennsku, byggðaþróun, menningu, menntun, nýsköpun og rannsóknir. Verkefnislýsing Unnið verður að upplýsingasöfnun ásamt stöðu og þarfagreiningu fyrir Ferðamennskusamfélagið. Verkefnastjóri verður ráðin til að vinna að framgangi verkefnisins ásamt öflugum stýrihópi.
Markmið Að skapa grundvöll fyrir starfsemi klassískrar hljómsveitar á Suðurlandi og kynna klassíska tónlist fyrir nemendum í grunnskólum á Suðurlandi. Verkefnislýsing Halda tónleika í grunnskólum á Suðurlandi og auðga menningarlíf í landshlutanum. Skjóta rótum undir starfsumhverfi tónlistarmanna á Suðurlandi og efla samskipti og samvinnu þeirra sem starfa að tónlist á Suðurlandi. Verkefni bætir ímynd Suðurlands
Markmið Að búa til sunnlenska útgáfu af Skrekk, hæfileikakeppni unglinga í grunnskólum á Suðurlandi sem heitir Skjálftinn. Að nemendur í 8. og 9. bekkjum grunnskólanna á Suðurlandi fái vettvang fyrir frjálsa listsköpun, fari í gegnum skapandi ferli sem þau þróa svo úr verði lokaafurð sem fær að njóta sín á fullbúnu sviði með hljóðkerfi, ljósum
Markmið Að styðja við úrræði til að takast á við heilsu- og lífsgæðaskerðandi áhrif kynbundins ofbeldis á Suðurlandi. Verkefnislýsing Starfsemi SIGURHÆÐA hófst 22. mars 2021, eftir um 10 mánaða undirbúningstíma. Helstu hlutverkum innan SIGURHÆÐA gegna verkefnisstjóri Hildur Jónsdóttir og þrír meðferðaraðilar en teymisstjóri meðferðar er Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur. Með verkefninu starfa sjálfboðaliðar úr Soroptimistaklúbbi Suðurlands
Markmið Hanna og setja fram nýja ferðaleið á Suðurlandi. Með það að markmiði að þétta net ferðaleiða á Suðurlandi til að stýra og hægja á gestum svæðisins, um leið er verið að draga fram einkenni og fræða gesti. Verkefnislýsing Verkefnið snýr að því að bæta við þá flóru ferðaleiða sem eru til staðar á Suðurlandi
Þann 11. janúar sl. undirrituðu með sér SASS og Sinfóníuhljómsveit Suðurlands samning um áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands. Mun styrkur SASS nema 2 m.kr. árið 2022 til að halda skólatónleika og kynna klassíska tónlist fyrir nemendum í grunnskólum á Suðurlandi. Með stuðningi sínum vill SASS auðga menningarlíf á Suðurlandi og skjóta frekari rótum undir starfsumhverfi klassískra tónlistarmanna
Markmið Markmið verkefnisins er stofnun þekkingarseturs að Laugarvatni um úrgangsmál, með áherslu á þróun og rekstur úrgangstorgs fyrir sveitarfélög á Íslandi. Verkefnislýsing Unnið verður að undirbúning og stofnun þekkingarseturs að Laugarvatni. Í fyrstu verður umgjörð stofnunarinnar ákveðin með hlutaðeigandi samstarfsaðilum. Lagt mat á fjárþörf, fjármögnun og rekstur stofnunarinnar til framtíðar. Unnið að stofnun með mótun
Markmið Katla jarðvangur (Katla UNESCO Global Geopark) er nýbúinn að fara í gegnum stefnumótunarferli fyrir tilstuðlan sveitarfélaganna þriggja með aðstoð ráðgjafafyrirtækisins Alta. Ein megintillagan í stefnumótuninni er að skýrari svæðismörkun (regional branding) sé mikilvæg til að leysa úr læðingi frekari ávinning af UNESCO vottuninni. Verkefnið styður vel við megináherslu málaflokks umhverfis í Sóknaráætlun Suðurlands um
Markmið Markmið verkefnisins er að afla upplýsinga um stöðu og horfur úthafsfiskeldis, hvaða upplýsingar þurfa að liggja til grundvallar svo hægt sé að hefja starfsemi, hverjir þurfa að koma að slíkri vinnu og hversu mikið sú vinna gæti kostað. Verkefnið fellur fullkomlega að meginmarkmiði sem snýr að atvinnu- og nýsköpun sem er að til verði