fbpx

forsida

14. febrúar 2025

  Menntaverðlaun Suðurlands voru afhent í sextánda sinn miðvikudaginn 12. febrúar sl. á árlegum hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands. Athöfnin fór fram í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Alls bárust fimm tilnefningar til Menntaverðlaunanna fyrir árið 2024 um fjögur verkefni, einstkaling og/eða stofnanir. Að þessu sinni var það verkefnið ,,Eflum tengsl heimilia og skóla“ sem hlaut verðlaunin.

11. febrúar 2025

  Landstólpinn samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðalun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.

10. febrúar 2025

  Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar

3. febrúar 2025

  Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2025. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að

30. janúar 2025

  Verkefnisstjóri farsældarráðs á Suðurlandi Vilt þú eiga þátt í mótun og innleiðingu farsældar barna? Langi þig að vinna í lifandi umhverfi að mikilvægum og fjölbreyttum verkefnum sem auka lífsgæði í samfélaginu á Suðurlandi, þá er þetta starfið fyrir þig. Við leitum að jákvæðum og skipulögðum verkefnisstjóra sem á auðvelt með samskipti við ólíka aðila.

29. janúar 2025

  Sóknaráætlunarsamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga til fimm ára voru undirritaðir í gær. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Logi Einarsson, menningar, nýsköpunar- og háskólaráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fulltrúar landhlutasamtakanna undirrituðu samningana í Norræna húsinu. Það er samdóma álit þeirra sem koma að sóknaráætlunum að þær hafi sannað gildi sitt fyrir

14. janúar 2025

  Stjórn SASS og Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá samtökunum. Bjarni, sem hefur verið framkvæmdastjóri SASS í tíu ár, hefur þegar látið af störfum. „Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byggja upp samtök sveitarfélaga á Suðurlandi sem sinna mikilvægu hlutverki í byggðaþróun. Ég er stoltur

13. janúar 2025

  Hin 14 ára gamla Manúela Maggý Friðjónsdóttir Morthens úr Grunnskólanum á Hellu komst áfram í Upptaktinum 2024 með lagið sitt „HEAL“. Lagið fjallar um erfiðleika í lífinu og hvernig hægt er að finna von og traust þegar allt virðist vonlaust. Myndband frá Upptaktinum af viðtali við Manúelu Maggý og tónverkið „HEAL“ Manúela Maggý segir

5. desember 2024

  Innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur staðfest Svæðisskipulag  Suðurhálendis 2022-2042, sem markar mikilvægt skref í skipulagsmálum og sjálfbærri þróun landsvæðisins. Með undirrituninni öðlast svæðisskipulagið lagalegt gildi og verður leiðarljós fyrir stefnumótun og framkvæmdir á svæðinu næstu ár. Svæðisskipulagið nær yfir hálendishluta níu sveitarfélaga á Suðurlandi: Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Skeiða-og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps,

14. nóvember 2024

  HMS, Tryggð byggð og Samtök iðnaðarins standa fyrir fundarröð um land allt um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur.  Á Suðurlandi í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga er boðað til fundar um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur í landshlutanum. Fundurinn verður haldin á Fröken Selfoss þriðjudaginn 19. nóvember og hefst kl. 12:00. Boðið verður upp á súpu