fbpx

forsida

2. febrúar 2023

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur styrkt Samtök sunnlenskra sveitarfélaga vegna tveggja verkefna. Annars vegar viðskiptahraðalsins Sóknarfæri í nýsköpun og hins vegar Úrgangsgagnatorgs. Markmið verkefnisins Sóknarfæri í nýsköpun er að auka hvata til nýsköpunar á Suðurlandi, með sérstakri áherslu á hringrásarhagkerfið. Jafnframt því að kynna stoðkerfi nýsköpunar á Suðurlandi og hrinda af stað fjölbreyttum nýsköpunarverkefnum á

27. janúar 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands, um er að ræða vorúthlutun 2023. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar, og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar

16. janúar 2023

Tónlistarskóli Árnesinga hlaut Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 en Forseti Íslands afhenti verðlaunin. Um 550 nemendur eru í skólanum en kennslan fer fram á 14 stöðum í Árnessýslu. Átta sveitarfélög sýslunnar standa að skólanum. Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 voru afhent 12. janúar sl. á sérstakri hátíðarathöfn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en verðlaunin eru

13. janúar 2023

Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis vinnur nú að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið sem nær til hálendishluta eftirtalinna sveitarfélaga: Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur. Auk þeirra taka sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu. Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat

10. janúar 2023

  Þann 23. janúar nk. hefjast Sóknarfæri í nýsköpun sem er átta vikna sunnlenskur viðskiptahraðall þar sem áhersla er lögð á verkefni sem tengjast orku, mat og líftækni, ferðaþjónustu og skapandi greinum. Auglýst var eftir þátttakendum í desember og voru á endanum valin níu teymi til þátttöku. Þau eru eftirtalin: Auður allt árið – Umhverfis-

9. janúar 2023

Auglýst starf tengist samstarfsverkefni SASS og sveitarfélaganna Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps, Skaftárhrepps og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um íbúaþróun svæðisins með sérstakri áherslu á nýja íbúa. Verkefnið hefur tvívegis fengið styrk úr Byggðaáætlun. Nú þegar hefur verið unnin tölfræðileg greining á lýðfræðilegri þróun á svæðinu og framkvæmd eigindleg og megindleg rannsókn meðal erlendra íbúa svæðisins. Niðurstöður úr þeirri

2. desember 2022

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða. Landshlutasamtök sveitarfélaga geta í samstarfi við haghafa í hverjum landshluta sótt um framlög í samkeppnissjóð vegna verkefna sem nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans eða landshlutanum í heild. Sérstök áhersla

1. desember 2022

Sóknarfæri í nýsköpun er átta vikna sunnlenskur viðskiptahraðall þar sem áhersla er lögð á verkefni sem tengjast orku, mat og líftækni, ferðaþjónustu og skapandi greinum. Þar fá þátttakendur tækifæri til þess að efla sig og sínar hugmyndir undir handleiðslu reyndra þjálfara og mentora. Sóknarfæri er byggt upp að fyrirmynd viðskiptahraðals sem er sérhannaður með þarfir

23. nóvember 2022

Sóknarfæri í nýsköpun – Kynningarfundur á netinu 30. nóvember kl. 13:00-14:00. Sóknarfæri í nýsköpun er átta vikna sunnlenskur viðskiptahraðall þar sem áhersla er lögð á verkefni sem tengjast orku, mat og líftækni, ferðaþjónustu og skapandi greinum. Hraðlinum verður stýrt af Svövu Björk Ólafsdóttur stofnanda RATA sem jafnframt leiðir kynningarfundinn. Hraðallinn er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum

18. nóvember 2022

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga vilja vekja athygli á fjárfestahátíð sem haldin verður á Siglufirði dagana 29. til 31. mars 2023. Leitað er eftir verkefnum sem eru tilbúin til fjármögnunar. Að þessu sinni verður opið fyrir umsóknir allstaðar að af landsbyggðinni. Hvetja samtökin því frumkvöðla á Suðurlandi til að sækja um ef þau telja sig eiga erindi