fbpx

forsida

2. september 2022

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem SASS mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2022. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið á þeim vettvangi undafarin ár.

1. september 2022

  Þann 5. september nk. kl. 9-12  á Grand Hótel mun Byggðastofnun, ásamt Veðurstofu Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Reykjavíkurborg og innviðaráðuneyti standa að baki fræðsluviðburðinum Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið. Dagskráin er spennandi og mun henni ljúka með pallborðsumræðum sem stýrt verður af Sævari Helga Bragasyni. Dagskrána má finna hér.  

26. ágúst 2022

Í vetur mun Hreiðrið frumkvöðlasetur standa fyrir mánaðarlegum hádegishittingi í Fjölheimum á Selfossi. Hittingurinn mun innhalda stutt innlegg frá gesti mánaðarins og almennt spjall og tengslamyndun.  Fyrsti hittingurinn fer fram þann 7 september nk. og mun Fjóla S. Kristinsdóttir nýr bæjarstjóri Árborgar koma og fjalla um stefnu sveitarfélagsins í atvinnu- og nýsköpunarmálum.  Viðburðurinn hefst kl. 12

25. ágúst 2022

Þann 8. september nk. frá 09:00-12:15 á Hótel Selfossi verður haldin ráðstefna um nýsköpun og tækifæri í íslenskri matvælaframleiðslu.  Brýnt er að auka matvælaframleiðslu í heiminum verulega á næstu áratugum vegna sífellt vaxandi íbúafjölda heimsins. Í þessu felast miklar áskoranir þar sem stór hluti af nýtanlegu gróðurlendi heimsins er þegar notað í landbúnaðarframleiðslu. Nýtanlegir fiskistofnar

25. ágúst 2022

  Opið er fyrir umsóknir um styrk úr Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða vegna framkvæmda á árinu 2023.  Hvað er styrkæft? Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.  Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir sem snúa að: Öryggi ferðamanna Náttúruvernd og uppbyggingu Viðhaldi og verndun mannvirkja og náttúru Fjármögnun undirbúnings-

24. ágúst 2022

Fyrsti fundur í fundaröð forsætisráðherra um stöðu mannréttinda verður haldinn á Selfossi 29. ágúst nk. á Hótel Selfossi kl. 16:00-17:30. Um er að ræða opinn samráðsfund þar sem fjallað verður um stöðu mannréttinda, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Fundaröðin er liður í vinnu við Grænbók um mannréttindi en mikil áhersla er lögð á

Samningur hefur verið undirritaður milli SASS og Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur um áhersluverkefnið Skjálftinn – hæfileikakeppni grunnskóla á Suðurlandi.  Markmið verkefnisins er að nemendur á unglingastigi grunnskóla á Suðurlandi fái vettvang fyrir frjálsa listsköpun, fari í gegnum skapandi ferli sem þau þróa, svo úr verði lokaafurð sem fær að njóta sín á sviði. Skjálftinn er byggður á

17. maí 2022

Lokaráðstefna verkefnisins Crethink verður haldin 3. júní nk. í Fjölheimum á Selfossi. Er um að ræða verkefni sem miðar að því að styðja íbúa sveitarfélaga að öðlast hæfni við að leysa flókin samfélagsleg viðfangsefni.  Húsið opnar kl. 12:30 og dagskrá hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er ókeypis.

20. apríl 2022

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir Lóu nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina, en opnað hefur verið fyrir umsóknir. Hlutverk styrkjanna er að: Auka nýsköpun á landsbyggðinni Styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni Stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi og frumkvöðlastarf á forsendum svæðanna Áður en umsókn er send inn er mikilvægt

12. apríl 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matvælasjóð, er þetta í þriðja sinn sem sjóðurinn auglýsir úthlutun og er heildarúthlutunarfé sjóðsins 593 m.kr. Hlutverk sjóðsins er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu. Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum: Bára: Styrkir verkefni á