fbpx

forsida

2. febrúar 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands, um er að ræða vorúthlutun 2022. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar, og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar

1. febrúar 2022

Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja og/eða strandhéraða Noregs. Nú er komið að fyrri úthlutun ársins 2022. Í ár skulu umsóknir taka mið af

28. janúar 2022

Nýsköpunarsjóður námsmanna er fyrir háskólanema í grunn- og meistaranámi. Þá geta umsjónarmenn innan háskóla, rannsóknarstofnana og fyrirtækja sótt í sjóðinn án þess að hafa fundið nema. Þeir sem geta sótt um eru háskólanemar í grunn- og meistaranámi, en þar er greiddur er styrkur að hámarki 340.000 kr. á mánuði fyrir hvern nema. Þá geta sérfræðingar

27. janúar 2022

Ratsjáin var fyrst keyrð í samstarfi Ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar árið 2016 en með stuðningi frá Byggðaáætlun 2019. Í verkefninu geta þátttakendur kynnst hver öðrum, geta miðlað þekkingu og reynslu sín á milli og myndað með sér samstarf og tenglsanet. Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína,

26. janúar 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, sbr. aðgerð C.1 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Verður sérstök áhersla lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf, og verða verkefni sem hafa jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang. Landshlutasamtök sveitarfélaga

24. janúar 2022

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) standa fyrir opnum kynningarfundi um Uppbyggingarsjóð Suðurlands 1. febrúar nk. kl: 12:15 – 13:00. Fundurinn verður í beinu streymi á ZOOM og eru allir áhugasamir hvattir til að taka hádegið frá og kynna sér markmið, áherslur og umsóknarferli sjóðsins ásamt því að ráðgjöf SASS verður kynnt. Sjóðurinn opnar bráðum fyrir umsóknir

17. janúar 2022

Menntaverðlaun Suðurlands sem veitt eru af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga voru afhent í fjórtánda sinn fimmtudaginn 13. janúar á árlegum hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands. Athöfnin fór fram í streymi og var send út frá Fjölheimum á Selfossi. Alls bárust átta tilnefningar til Menntaverðlaunanna fyrir árið 2021: Fjallmennskunámið hjá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu Magnús J. Magnússon fyrrverandi

Þann 11. janúar sl. undirrituðu með sér SASS og Sinfóníuhljómsveit Suðurlands  samning um áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands. Mun styrkur SASS nema 2 m.kr. árið 2022 til að halda skólatónleika og kynna klassíska tónlist fyrir nemendum í grunnskólum á Suðurlandi. Með stuðningi sínum vill SASS auðga menningarlíf á Suðurlandi og skjóta frekari rótum undir starfsumhverfi klassískra tónlistarmanna

14. janúar 2022

Háskólafélag Suðurland vann nýverið fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga skýrslu um samstarf og sameiningu safna á Suðurlandi. Við öflun gagna við vinnu á þessari samantekt voru lagðar fyrir tvær kannanir. Fyrri könnunin var send á forsvarsfólk viðurkenndra safna á Suðurlandi sem eru sex talsins. Um var að ræða opnar spurningar fyrir utan bakgrunnsspurningar. Seinni könnun var

12. janúar 2022

Háskóli Íslands og Bandaríska sendiráðið á Íslandi leita nú að þátttakendum fyrir  nýsköpunarhraðalinn Academy for Women Entrepreneurs (AWE) sem er sérstaklega ætlaður konum og hefst nú 3. febrúar og lýkur með útskrift þann 6. maí.  Bæði einstaklingar og lið geta tekið þátt í hraðlinum og frestur til að skila inn umsókn um þátttöku rennur út