Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og
Byggðaráðstefnan 2021 verður haldin dagana 26. og 27. október n.k. á Hótel Kötlu í Mýrdal. Er þetta fjórða byggðaráðstefna Byggðastofnunar, Sambandsins og landshlutasamtakana. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Menntun án staðsetningar?“ og að henni standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Háskólafélag Suðurlands og Mýrdalshreppur. Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu
Í vikunni rann út umsóknarfrestur til að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Alls bárust sjóðnum 112 umsóknir. Skiptast umsóknirnar í eftirfarandi flokka, menningarverkefni samtals 71 umsóknir og atvinnu- og nýsköpunarverkefni samtals 41 umsóknir. Allir umsækjendur fá sendan tölvupóst um niðurstöðu fagráðs og stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga eigi síðar en 12. nóvember 2021.
Á dögunum var haldinn kynningarfundur á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um næstu úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands. Umsóknarfrestur er til 16:00, þriðjudaginn 5. október nk. Á kynningarfundinum var farið yfir matsferli umsókna, eyðublaðið, úthlutunarreglur og góð ráð við gerð umsókna. Hér má finna kynninguna í heild sinni Hér má finna glærur sem stuðst var við á fundinum
Samkomulag um fjárstuðning til stofnunar þekkingarseturs á Laugavatni hefur verið undirritað á milli SASS og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Tilgangur þekkingarsetursins er að aðstoða sveitarfélög að innleiða hringrásarhagkerfi í úrgangsmálum með megináherslu á endurnýtingu og þar með að draga úr urðun heimilisúrgangs. Samkomulagið gildir til ársins 2024 og nemur fjárstyrkurinn 5.870.000 kr. Í samkomulaginu segir að
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2021. Tilnefningar skal senda á netfangið menningarverdlaun@sass.is eigi síðar en mánudaginn 18. október nk. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða
Samningur hefur verið undirritaður á milli Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og félagsmálaráðuneytisins sem tryggir rekstur ART-verkefnisins næstu þrjú árin. Undirritunin markar þáttaskil í rekstrinum og er viðurkenning á að ART úrræðið sé komið til að vera. Því má segja að þetta sé stór dagur og ákveðinn sigur fyrir Sunnlendinga alla en samningurinn tryggir áframhaldandi þjónustu
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands, um er að ræða haustúthlutun 2021. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileyka atvinnulífs. Í flokki menningar
Frá árinu 2011 hefur verið veittur skattfrádráttur til fyrirtækja vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar. Markmiðið er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattafrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni. Skilyrði þess að verkefni teljist rannsóknar- eða þróunarverkefni er: að hugmynd að virðisaukandi vöru/þjónustu og viðskiptaáætlun sé vel skilgreind,
Markmið NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. NORA veitir styrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-ríkis, þ.e. Grænlands, Færeyja, og strandhéraða Noregs. Hámarksstyrkur er 50% af heildarfjármögnun verkefnisins, en þó aldrei hærri en 500.000 DKK á ári. Lengst er veittur styrkur til 3ja ára. Í