Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fjallaði um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar, annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun styrkveitinga til verkefna úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands á árinu. Umsóknir að þessu sinni voru 133, þar af í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna 67 og
Ákveðið var á stjórnarfundi SASS í apríl 2017 að skipa orkunýtingarnefnd SASS. Tilgangurinn með vinnu nefndarinnar var að marka stefnu fyrir Suðurland í orkunýtingamálum. Sýn stjórnar SASS er að orkunýtingaáætlun Suðurlands muni nýtast til þess að tryggja enn frekar að orka sem framleidd er á Suðurlandi nýtist í landshlutanum og þar með samfélaginu til hagsbóta.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Orka náttúrunnar og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efna til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Markmiðið er að nýta betur verðmætin sem eru í orkunni, auka fjölbreytni í
Málþing Innanlandsflug sem almenningssamgöngur verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík 4. október 2017 kl. 13.00 – 15:30. Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngumála setur þingið. Allir eru velkomnir. Hér má finna dagskrá og upplýsingar um fyrirlesara málþingsins. Streymi: Vakin er athygli á að nánari upplýsingar um málþingið er að finna á hóp inn á Workplace by