fbpx

frettir

2. desember 2022

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða. Landshlutasamtök sveitarfélaga geta í samstarfi við haghafa í hverjum landshluta sótt um framlög í samkeppnissjóð vegna verkefna sem nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans eða landshlutanum í heild. Sérstök áhersla

1. desember 2022

Sóknarfæri í nýsköpun er átta vikna sunnlenskur viðskiptahraðall þar sem áhersla er lögð á verkefni sem tengjast orku, mat og líftækni, ferðaþjónustu og skapandi greinum. Þar fá þátttakendur tækifæri til þess að efla sig og sínar hugmyndir undir handleiðslu reyndra þjálfara og mentora. Sóknarfæri er byggt upp að fyrirmynd viðskiptahraðals sem er sérhannaður með þarfir

1. desember 2022

SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2022. Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Allir þeir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með einhverjum

23. nóvember 2022

Sóknarfæri í nýsköpun – Kynningarfundur á netinu 30. nóvember kl. 13:00-14:00. Sóknarfæri í nýsköpun er átta vikna sunnlenskur viðskiptahraðall þar sem áhersla er lögð á verkefni sem tengjast orku, mat og líftækni, ferðaþjónustu og skapandi greinum. Hraðlinum verður stýrt af Svövu Björk Ólafsdóttur stofnanda RATA sem jafnframt leiðir kynningarfundinn. Hraðallinn er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum

18. nóvember 2022

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga vilja vekja athygli á fjárfestahátíð sem haldin verður á Siglufirði dagana 29. til 31. mars 2023. Leitað er eftir verkefnum sem eru tilbúin til fjármögnunar. Að þessu sinni verður opið fyrir umsóknir allstaðar að af landsbyggðinni. Hvetja samtökin því frumkvöðla á Suðurlandi til að sækja um ef þau telja sig eiga erindi

11. nóvember 2022

    Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða síðari úthlutun sjóðsins árið 2022. Umsóknir voru samtals 90, í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 28 umsóknir og 62 í flokki menningarverkefna.  Að þessu sinni var 32,6

11. nóvember 2022

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun og Skipulagsstofnun óska eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga.  Gert er ráð fyrir því að 4-5 sveitarfélög verði valin til að vinna náið með sérfræðingum fyrrnefndra stofnana að því að þróa og prufukeyra aðferðafræðina.

7. nóvember 2022

Val á Sveitarfélagi ársins 2022 var tilkynnt við hátíðlega athöfn í húsi BSRB þann 3. nóvember sl. Er þetta í fyrsta skiptið sem valið fer fram en alls voru veittar fjórar viðurkenningar fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga.  Grímsnes- og Grafningshreppur er sveitarfélag ársins 2022. Önnur sveitarfélög sem hlutu

4. nóvember 2022

Menningarverðlaun Suðurlands 2022 voru afhent í vikunni og var það Chrissie Telma Guðmundsdóttir sem hlaut þau í ár fyrir verkefnið Fiðlufjör. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun á sviði menningar á Suðurlandi. Alls skiluðu sér 51 tilnefningar um 15 verkefni. Mikil breidd var í tilnefningum og gæðum þeirra. Eru tilnefningarnar aðeins toppurinn af ísjakanum í því

31. október 2022

Dagana 27.-28. október 2022 var ársþing SASS haldið á Höfn í Hornafirði. Á ársþinginu fór fram aðalfundir Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Sopstöðvar Suðurlands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.  Góð mæting var á ársþingið að þessu sinni, en um 100 manns sátu aðalfund SASS frá sveitarfélögunum 15. Fjallað var um starfsemi SASS, ýmis verkefni og voru áhugaverð erindi kynnt.