Opnað hefur verið fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2022. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileyka atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem SASS mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2022. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið á þeim vettvangi undafarin ár.
Þann 5. september nk. kl. 9-12 á Grand Hótel mun Byggðastofnun, ásamt Veðurstofu Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Reykjavíkurborg og innviðaráðuneyti standa að baki fræðsluviðburðinum Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið. Dagskráin er spennandi og mun henni ljúka með pallborðsumræðum sem stýrt verður af Sævari Helga Bragasyni. Dagskrána má finna hér.
Í vetur mun Hreiðrið frumkvöðlasetur standa fyrir mánaðarlegum hádegishittingi í Fjölheimum á Selfossi. Hittingurinn mun innhalda stutt innlegg frá gesti mánaðarins og almennt spjall og tengslamyndun. Fyrsti hittingurinn fer fram þann 7 september nk. og mun Fjóla S. Kristinsdóttir nýr bæjarstjóri Árborgar koma og fjalla um stefnu sveitarfélagsins í atvinnu- og nýsköpunarmálum. Viðburðurinn hefst kl. 12
Þann 8. september nk. frá 09:00-12:15 á Hótel Selfossi verður haldin ráðstefna um nýsköpun og tækifæri í íslenskri matvælaframleiðslu. Brýnt er að auka matvælaframleiðslu í heiminum verulega á næstu áratugum vegna sífellt vaxandi íbúafjölda heimsins. Í þessu felast miklar áskoranir þar sem stór hluti af nýtanlegu gróðurlendi heimsins er þegar notað í landbúnaðarframleiðslu. Nýtanlegir fiskistofnar
Opið er fyrir umsóknir um styrk úr Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða vegna framkvæmda á árinu 2023. Hvað er styrkæft? Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir sem snúa að: Öryggi ferðamanna Náttúruvernd og uppbyggingu Viðhaldi og verndun mannvirkja og náttúru Fjármögnun undirbúnings-
Fyrsti fundur í fundaröð forsætisráðherra um stöðu mannréttinda verður haldinn á Selfossi 29. ágúst nk. á Hótel Selfossi kl. 16:00-17:30. Um er að ræða opinn samráðsfund þar sem fjallað verður um stöðu mannréttinda, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Fundaröðin er liður í vinnu við Grænbók um mannréttindi en mikil áhersla er lögð á
Samningur hefur verið undirritaður milli SASS og Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur um áhersluverkefnið Skjálftinn – hæfileikakeppni grunnskóla á Suðurlandi. Markmið verkefnisins er að nemendur á unglingastigi grunnskóla á Suðurlandi fái vettvang fyrir frjálsa listsköpun, fari í gegnum skapandi ferli sem þau þróa, svo úr verði lokaafurð sem fær að njóta sín á sviði. Skjálftinn er byggður á
Lokaráðstefna verkefnisins Crethink verður haldin 3. júní nk. í Fjölheimum á Selfossi. Er um að ræða verkefni sem miðar að því að styðja íbúa sveitarfélaga að öðlast hæfni við að leysa flókin samfélagsleg viðfangsefni. Húsið opnar kl. 12:30 og dagskrá hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er ókeypis.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir Lóu nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina, en opnað hefur verið fyrir umsóknir. Hlutverk styrkjanna er að: Auka nýsköpun á landsbyggðinni Styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni Stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi og frumkvöðlastarf á forsendum svæðanna Áður en umsókn er send inn er mikilvægt