Þann 24. nóvember nk. kl. 19:30-21:30 verður haldinn opinn kynningarfundur á vinnu við gerð svæðisskipulags fyrir Suðuhálendið. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli, og verður hann einnig í beinu streymi á vefnum, Youtube hlekk á fundinn má finna hér. Á meðan fundinum stendur verður hægt að sendi inn spurningar hér og slá inn
Samtök ferðaþjónustunnar afhentu þann 11. nóvember sl. Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar 2021, að þessu sinni var það Icelandic Lava Show sem hlaut verðlaunin. Er þetta í 18 skipti sem verðlaunin eru veitt. Eru þau afhent fyrir athyglisverðar nýjungar, með það að markmiði að hvetja fyrirtæki til nýsköpunar. Það eru frábærar fréttir að fyrirtæki á Suðurlandi hafi hlotið
Vísisjóðir eru mikilvægur þáttur í fjármögnun ungra fyrirtækja sem eru að stækka, en fimm íslenskir vísisjóðir upp á rúma 40 milljarða kr. hafa verið stofnaðir í ár og erlendir fjárfestar horfa í síauknum mæli til landsins. Crowberry Capital stofnaði í september stærsta vísisjóð Íslands, Crowberry II, upp á 11,5 milljarða kr. og býst við að
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða síðari úthlutun sjóðsins árið 2021. Umsóknir voru samtals 112, í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 41 umsóknir og 71 umsóknir í flokki menningarverkefna. Að þessu sinni
Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir lögræðing á lögfræði- og velferðarsvið. Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga. Föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendur uppfylltri að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjenda. Einnig
Félagið Auður Norðursins í samstarfi við Byggðastofnun og með stuðningi fleiri aðila, efna til ráðstefnu um áskoranir og tækifæri í matvælaframleiðslu. Ráðstefnan fer fram 10. og 11. nóvember í Hofi Akureyri. Markmið ráðstefnunnar er að hvetja til upplýstrar umræðu um áskoranir í matvælaframleiðslu með hliðsjón af loftslagsmálum, heilsusjónarmiðum og fleiri áhrifaþáttum á neyslu og lífsstíl
Á ársþingi SASS sem haldið var á Hótel Stracta á Hellu 28. og 29. október var Jóni Bjarnasyni veitt Menningarverðlaun Suðurlands 2021, en verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun á sviði menningar á Suðurlandi. Alls skiluðu sér 8 tilnefningar um 6 verkefni og var mikil breidd í tilnefningum og gæðum þeirra. Eru tilnefningarnar aðeins toppurinn af
Rannsókn og viðhorfskönnun meðal erlendra ríkisborgara í Rangárþingi eystra, Skaftárhreppi, Mýrdalshreppi og Sveitarfélaginu Hornafirði. Út er komin skýrsla á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) sem fjallar um viðhorf og aðlögun erlendra íbúa í fjórum sveitarfélögum á Suðurlandi. Sveitarfélögin fjögur sem um ræðir eru Rangárþing eystra, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur og Sveitarfélagið Hornafjörður. Skýrslan er hluti af
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og
Byggðaráðstefnan 2021 verður haldin dagana 26. og 27. október n.k. á Hótel Kötlu í Mýrdal. Er þetta fjórða byggðaráðstefna Byggðastofnunar, Sambandsins og landshlutasamtakana. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Menntun án staðsetningar?“ og að henni standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Háskólafélag Suðurlands og Mýrdalshreppur. Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu