Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Fjarskiptasjóður bjóða til kynningarfundar á netinu miðvikudaginn 12. maí kl. 13:00-14:00 um einstakan árangur af landsátakinu Ísland ljóstengt á síðustu árum. Átakið hefur þegar bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins. Fundurinn er haldinn í tilefni af úthlutun síðustu styrkja til sveitarfélaga á grundvelli landsátaksins Ísland ljóstengt um ljósleiðarauppbyggingu í
Þann 12. maí kl. 09:00-10:30 munu landshlutasamtök sveitarfélaga standa fyrir málstofu um fjölmiðla og landsbyggðir. Fjallað verður meðal annars um vægi og birtingarmyndir íbúa á landsbyggðunum í frétta- og dagskrárefni, mikilvægi staðbundinna fjölmiðla, hlutverk og skyldur almannaþjónustumiðla gagnvart dreifðum byggðum og farið yfir dæmi frá Norðurlöndum. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Byggðastofnun, RÚV, Háskólann
Á dögunum lauk Hæfnihringjum, samstarfsverkefni landshlutasamtaka/atvinnuþróunarfélaga, sem snýr að stuðningi fyrir konur í fyrirtækjarekstri á landsbyggðinni. Hæfnihringirnir fóru af stað í byrjun febrúar og stóðu yfir í 5-6 vikur. Alls voru 40 konur skráðar um land allt. Konunum var skipt upp í 6 hópa og fóru þeir fram á netinu í gegnum forritið Zoom. Verkefnið
Allt frá árinu 2005 hafa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair (áður Flugfélag Íslands) staðið saman að Eyrarrósinni; viðurkenningu sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrirkomulag viðurkenningarinnar hefur verið með svipuðu sniði allt frá upphafi, en við endurnýjun samstarfssamnings í ár var ákveðið að endurskoða skipulagið með það í huga að styrkja Eyrarrósina
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum 24. mars úthlutun styrkveitinga úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands, að undangengnu mati fagráða atvinnu og nýsköpunar og fagráðs menningar. Um var að ræða fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs á árinu 2021. Umsóknir voru samtals 166. Í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna bárust 67 umsóknir og 99 umsóknir í flokki menningarverkefna. Að þessu
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu samgöngumála á Suðurlandi mánudaginn 15. mars kl. 10:00–12:00 Suðurland – Samráðsfundur um stöðu samgöngumála Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu samgöngumála á Suðurlandi mánudaginn 15. mars kl. 10:00–12:00. Á fundinum verður fjallað um samgöngumál í landshlutanum,
Nú á tímum lokana, ferðatakmarkana og heimavinnu er kannski erfitt að hugsa fram á við og stefna að alþjóðlegu samstarfi. Því vill NORA breyta með því að halda rafrænt hakkaþon fyrir ungt fólk á norður-Atlantshafssvæðinu. Hakkaþonið ‘Think Rural, Think Digital, Think Ahead!’ verður haldið dagana 19. til 21. mars og markmiðið er að fá ungt
Föstudaginn 12. mars kl.11:00 mun KPMG og SASS bjóða til gagnvirks fróðleiksfundar um COVID úrræði stjórnvalda. Á fundinum verður stutt framsaga um helstu úrræðin sem eru í boði auk þess sem þátttakendum gefst færi á að spyrja sérfræðinga KPMG út í einstök atriði. Hugmyndin er að takmarka fjölda þátttakenda við 30 manns í von
Um er að ræða fyrirtækjastyrkina Sprota, Vöxt-Sprett og Markaðsstyrk. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2021 kl. 15:00. Tækniþróunarsjóður styrkir nýsköpunarverkefni sem geta aukið samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Auglýst er eftir umsóknum í eftirfarandi flokka: Sproti er fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla og hefur það að markmiði að styðja við verkefni á byrjunarstigi. Vöxtur er fyrir lítil og meðalstór
Alls bárust sjóðnum 166 umsóknir. Annars vegar umsóknir um styrki til menningarverkefna og hins vegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna. Mun fleiri umsóknir voru um menningarverkefni að venju eða samtals 99 umsóknir. Fjöldi umsókna um atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna 67. Alls var sótt um rúmar 190 m.kr. Meðal fjárhæð sem sótt var um voru rúmar 1.100 þ.kr., um