Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) boða til kynningarfundar með fulltrúum RANNÍS miðvikudaginn 10. janúar nk. kl. 12.00 – 13.30. Fundurinn mun verða haldinn í húsakynnum SASS að Austurvegi 56 á Selfossi. Dagskrá – Fulltrúar Tækniþróunarsjóðs kynna styrkjaflokka sjóðsins (um 40 mín) – Fulltrúar Tækniþróunarsjóðs kynna möguleika á skattfrádrætti til rannsókna- og þróunarverkefna (um 20 mín) Gert
Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ár hvert eru allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki valin til þátttöku og fá þau tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu. Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar á
Fyrir ári skipaði Alþingi nefnd til að undirbúa hátíðahöld í tilefni 100 ára afmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018 og í dag var haldin kynning í Listasafni Íslands á þeim verkefnum sem afmælisnefnd var falið samkvæmt þingsályktun þar um. 1. desember 2017 markar upphaf 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Skrifað var undir samning um
Hér með er óskað eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2017. Rétt til að tilnefna til verðlaunanna hafa allir þeir sem tengjast skóla- og menntunarstarfi með einhverjum hætti, sveitarfélög, skólanefndir, foreldrar, kennarar og starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf. Tilnefningum skal fylgja ítarlegur rökstuðningur. Tilnefningar skulu hafa borist til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56 Selfossi, eigi
Byggðastofnun stendur fyrir málþingi um raforkumál á Íslandi þriðjudaginn 21. nóvember næst komandi í Hofi á Akureyri. Málþingið hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:30. Boðið verður upp á léttan hádegisverð frá kl. 12:00. Umfjöllunarefni er einkum flutningskerfi raforku á Íslandi. Atvinnufyrirtæki víða um land þurfa raforku til starfsemi sinnar, bæði til að fá
Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fjallaði um tillögur fagráðs nýsköpunar og fagráðs menningar um úthlutun styrkveitinga til verkefna úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands, í síðari úthlutun ársins. Alls bárust sjóðnum 98 umsóknir að þessu sinni, þar af 36 nýsköpunarverkefni og 62 menningarverkefni. Niðurstaða verkefnastjórnar er að veita 47 menningarverkefnum styrki að fjárhæð 21.700.000, kr.
Ný sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi hefur nú tekið gildi. Samþykktin, sem var unnin í nánu samstarfi við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi, mun einfalda störf lögreglunnar í landshlutanum til muna. Áður voru mismunandi samþykktir í gildi hjá sveitarfélögunum en nú er sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin fjórtán sem heyra til umdæmis lögreglustjórans
Á dögunum var sett af stað eitt áhersluverkefni Sókaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Það eru samtals 14 söfn og/eða sýningar á Suðurlandi sem taka þátt í verkefninu. Um er að ræða verkefni þar sem söfnin/sýningarnar hanna og þróa fræðsluefni fyrir gesti á grunnskólaaldri. Afurðinni er ætlað að efla fræðsluþátt safnanna/sýninganna sem og
Áhersluverkefni eru hluti af byggðaáætlun fyrir Suðurland Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) kalla eftir tillögum að aðgerðum í byggðamálum frá almenningi, samtökum, fyrirtækjum og stofnunum á Suðurlandi. Áhersluverkefni eru þróunarverkefni sem unnin eru af SASS til að uppfylla markmið og megináherslur Sóknaráætlunar Suðurlands, sem er sértæk byggðaáætlun fyrir landshlutann og hluti af byggðaáætlun fyrir landið allt.
Á Ársþingi SASS 2017 var kynnt Samgönguáæltun SASS 2017-2026. Áætlunin er ákall sveitarstjórna á Suðurlandi um bætta vegi, þörf fyrir nýframkvæmdir, viðhald og bætt öryggi á vegum. Hún bendir á þörfina á betri fjarskipti, ljósleiðara sem og GSM samband. Þá fjallar áætlunin um almenningssamgöngur að flugsamgöngum og ferjusiglingum meðtöldum. Samgöngáætlun SASS 2017-2026 (.pdf)