Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2024. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi
Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann. 20. mars 2024 og auglýsir Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum. Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar nk. Nánari upplýsingar á vef Norðanáttar
Landstólpinn samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðalun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.
Nýr byggðaþróunarfulltrúi hefur tekið til starfa í Skaftárhreppi. Unnur Einarsdóttir Blandon hefur tekið að sér að sinna hlutverki byggðaþróunarfulltrúa og tók hún til starfa í byrjun janúar. Unnur er með aðstöðu á skrifstofu sveitarfélagsins á Kirkjubæjarklaustri. Hlutverk byggðaþróunarfulltrúa er ýmiskonar en helst má nefna að sinna ráðgjöf og handleiðslu á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar.
Ert þú með viðskiptahugmynd? Óskað er eftir skráningum, með eða án hugmynda, í Gulleggið 2024. Síðasti dagur til skráningar er 19. janúar nk. og fer skráning fram á vef Gulleggsins, sjá hér. Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi sem haldin hefur verið af KLAK – Icelandic Startups síðan 2008. Gulleggið hefst 20. janúar með opnum Masterclass,
SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2023. Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Allir þeir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með
Orkídea samstarfsverkefni er þátttakandi í ESB verkefninu Value4Farm sem meðal annars mun skoða fýsileika þess að reka litlar lífgasverksmiðjur á Suðurlandi. Orkídea með aðstoð Búnaðarsambands Suðurlands hefur dreift skoðanakönnun sem er til þess gerð að greina viðhorf bænda til þessa og mun bændum hafa borist tölvupóstur þess efnis 1. desember síðastliðinn. Við viljum góðfúslega
Áfangastaðaáætlun Suðurlands var birt í uppfærðri útgáfu um miðjan október síðastliðinn. Áætlunin er byggð á víðtæku samráði fjölbreytts hóps hagaðila tengdum ferðaþjónustu og fjallar um áfangastaðinn Suðurland í heild sinni. Markaðsstofur landshlutanna hafa annast verkefnastjórn áfangastaðaáætlana síðan vinna við þær hófst árið 2016. Þær eru svar við ákalli um svæðisbundna stefnumótun í kjölfar örs vaxtar
Tillaga að svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendið til ársins 2042, ásamt umhverfisskýrslu, hefur verið birt til kynningar og athugasemda í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (https://www.skipulagsgatt.is/issues/862). Öllum er frjálst að senda inn umsagnir og þeim skal skila rafrænt í skipulagsgáttina til og með 14. janúar 2024. Í tillögunni er mótuð framtíðarsýn fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum,
Byggðastofnun, HMS, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök iðnaðarins og SASS stóðu á dögunum fyrir opnum fundum á Selfossi og Höfn í Hornafirði um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðamarkaðar á Suðurlandi. Fundirnir voru hluti af fundaröð Byggðastofnunar, HMS, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, Samtaka iðnaðarins og landshlutasamtakanna á hverju landsvæði. Á fundinum var farið yfir stöðu á íbúðamarkaði