Markmið Halda opna ráðstefnu á Suðurlandi sem tekur til almannavarna, náttúruvá og hvernig bregðast megi við út frá skipulagi, mannvirkjum og framkvæmdum. Kallað var eftir skýrari reglum sem stuðla að forvörnum varðandi náttúruvá og hvernig forvarnir geta verið hluti af skipulagsáætlunum sveitarfélaganna eða á höndum opinberra aðila til að kortleggja og meta vá. Verkefnislýsing Ráðstefnan
Markmið Reikna út kolefnisspor Suðurlands í heild, greina orsakavalda kolefnislosunar og möguleika á samdrætti og mótvægisaðgerðum fyrir Suðurland. Verkefnislýsing Leitað verður til sérfræðinga á sviði umhverfismála í verkefnið. Auk heildstæðrar aðgerðaráætlunar um loftlagsmarkmið verður unnið að skilgreiningu og flokkunar lands vegna landbúnaðar, landgræðslu og skógræktar m.t.t. verndunar, nýtingar og endurheimt votlendis skv. samþykktum ársfundar SASS
Markmið Mótun samræmdar stefnu í úrgangsmálum fyrir Suðurlandið sem taki til söfnunar, flokkunar, endurnýtingar og urðunar úrgangs á grunni hringrásarkerfisins og einnig á fræðslu Verkefnislýsing Verkefnið verður unnið í 2-3 áföngum. Byggt verður á greiningum og skýrslum sem þegar hafa verið unnar á Suðurlandi. Verkefnið er unnið samhliða, og eins miklu samstarfi og hægt er,
Markmið: Að stöðva viðvarandi fólksfækkun í Skaftárhreppi. Verkefnislýsing: Meginmarkmið verkefnisins er að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og í sveitum landsins. Verkefnið miðar að víðtæku samráði og því að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Þeim aðferðum sem er beitt er ætlað að stuðla að valdeflingu, (empowerment),
Markmið: Að halda fræðslufundi í öllum sveitarfélögum á Suðurlandi. Fundirnir verða fyrir ungmenni, starfsfólk sem vinnur við málaflokkinn hjá sveitarfélögunum og fyrir kjörna fulltrúa í heimabyggð hvers og eins fulltrúa í Ungmennaráði Suðurlands. Verkefnislýsing: Verkefnið er að ungmenni í Ungmennaráði Suðurlands heimsækja öll sveitarfélögin 15 í landshlutanum og haldi kynningarfund á hverjum stað. Ungmennin sjálf
Markmið: Að hvetja til frumkvæðis í menningarstarfi og atvinnulífi á Suðurlandi Að hvetja til fjölbreytni í atvinnu- og menningarlífi á Suðurlandi Að vekja athygli á því sem vel er gert í atvinnu- og menningarmálum á Suðurlandi Að skapa vettvang til að vekja athygli á Uppbyggingarsjóði Suðurlands Verkefnislýsing: Um væri að ræða viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni,
Markmið: Að kanna grundvöll þess að halda nýsköpunarkeppni framhaldsskólanna á Suðurlandi og leggja fram verk-, tíma- og kostnaðaráætlun um framkævmd keppninnar ef tilefni er til. Verkefnislýsing: Verkefnið gengur út á að koma á fót árlegri nýsköpunarkeppni milli framhaldsskóla á Suðurlandi, sem myndi bera heitið Nýsköpunarkeppni framhaldsskólanna á Suðurlandi. Markmiðið er að efla þann kraft sem
Markmið: Markmiðið er að efla þekkingu og stöðu frumkvöða svæðisins svo til verði nýjar vörur og/eða þjónusta og um leið að fjölga störfum á Suðurlandi. Verkefnislýsing: Verkefnið gengur út á að setja saman röð námskeiða fyrir frumkvöðla á Suðurlandi sem mæta þeirri þörf sem, samkvæmt niðurstöðu könnunar á vegum Uppbyggingarsjóðs, er hve ríkust meðal þessa
Markmið: Að auka þekkingu almennings á störfum í atvinnulífinu í Eyjum og víðar á Suðurlandi. Að auka þekkingu ungmenna á þeim námsleiðum sem í boði eru Að auka þekkingu ungmenna á fjölbreytileika starfa í heimabyggð þar sem krafist er menntunar Að efla tengsl milli atvinnulífs og skóla. Verkefnislýsing: Verkefnið er sýning þar sem nám og
Markmið: Að undirbúa og tryggja framkvæmd Starfamessunar 2019. Verkefnislýsing: Starfamessan á Suðurlandi er framhaldsverkefni. Fyrsta Starfamessan var haldið árið 2015, síðan aftur 2017 og nú er um að ræða undirbúning Starfamessunnar árið 2019. Verkefninu er ætlað að kynna sérstaklega fyrir ungu fólki störf og námsleiðir á sviði iðn- verk- og tæknigreina. Verkefni þetta snýr að