fbpx

nýsköpun

27. ágúst 2019

  Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Markmið Uppbyggingarsjóðs eru að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi, efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi og að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi.