Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Markmið Uppbyggingarsjóðs eru að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi, efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi og að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi.
Í gær voru haldnir tveir af sjö samráðsfundum SASS á Suðurlandi til undirbúnings umhverfis- og auðlindastefnu fyrir landshlutann. Fyrri fundurinn fór fram í Vík og sá seinni á Flúðum. Fundirnir tókust vel og sköpuðust góðar umræður um brýn mál sem leysa þarf á sviði umhverfis- og auðlindamála. Staðirnir tveir eiga ýmislegt sameiginlegt, en
Fyrsti samráðsfundur SASS um brýn viðfangsefni á sviði umhverfis- og auðlindamála, var haldinn 29. ágúst í Nýheimum á Höfn. Þátttaka var mjög góð og umræður fjörugar þar sem fundarmenn skiptust á skoðunum um hvaða mál væru mikilvægust. Helstu niðurstöður voru síðan dregnar fram í lok fundar. Beðið verður með að kynna niðurstöðurnar þar til
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hafa ákveðið að gefa framhalds- og háskólanemum frían aðgang í vagna Strætó sem keyra um Suðurlandið frá 15. ágúst til 12. september nk. Allir framhaldsskóla og háksólanemar sem ferðast með leiðum 51 og 52 til og frá Reykjavík, eða með leiðum 71, 72, 73 og 75 á Suðurlandi, fá frítt í
Kynning á niðurstöðum skýrslu um mögulega notkun á sjúkraþyrlum á Suðurlandi verður haldin í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi í dag föstudaginn 30. júní nk. kl. 12:00. Margrét Sanders, ráðgjafi hjá Strategíu og Styrmir Sigurðarson, forstöðumaður sjúkraflutninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, munu kynna niðurstöður. Þeir sem ekki sjá sér fært að koma á fundinn geta fylgst með í