Á dögunum var haldinn kynningarfundur á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um næstu úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands. Umsóknarfrestur er til 16:00, þriðjudaginn 5. október nk. Á kynningarfundinum var farið yfir matsferli umsókna, eyðublaðið, úthlutunarreglur og góð ráð við gerð umsókna. Hér má finna kynninguna í heild sinni Hér má finna glærur sem stuðst var við á fundinum
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða síðari úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru samtals 165, í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 72 umsóknir og 93 umsóknir í flokki menningarverkefna. Að þessu
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í seinni úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2020. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Styrkveitingar skiptast í tvo flokka, annars vegar atvinnu og nýsköpun og hins vegar menningu. Í flokki atvinnu og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á
Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir Ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Nýheimum Þekkingarsetri Netfang: gudrun@nyheimar.is Sími: 867-6604 Sérsvið: Frumkvöðlastuðningur, nýsköpun, gerð áætlana, markaðsmál, Uppbyggingarsjóður Suðurlands, gerð umsókna, menningarmál
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru margar að þessu sinni eða 154 talsins. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 65 umsóknir og 90 umsóknir
Þann 6. febrúar 2020 hélt Nýsköpunarnefnd FKA í samstarfi við Suðurlandsdeild FKA málþing á Skyrgerðinni í Hveragerði, þar sem spurt var “Get ég fjármagnað verkefnið mitt”. Þær Ragnhildur Ágústdóttir stofnandi Icelandic Lava Show, Hulda Brynjólfsdóttir stofnandi Uppspuna, Smáspunaverksmiðju og Erna Hödd Pálmadóttir stofnandi Beauty by Iceland sem allar hafa hlotið styrk í gegnum Uppbyggingarsjóð, kynntu
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Markmið Uppbyggingarsjóðs eru að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi, efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi og að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi.
- 1
- 2