HMS, Tryggð byggð og Samtök iðnaðarins standa fyrir fundarröð um land allt um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur.
Á Suðurlandi í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga er boðað til fundar um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur í landshlutanum. Fundurinn verður haldin á Fröken Selfoss þriðjudaginn 19. nóvember og hefst kl. 12:00. Boðið verður upp á súpu og brauð. Enn fundinum verður einnig streymt á facebook síðu HMS.
Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu á fundinn má finna á heimasíðu HMS hér.