Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands halda Ullarþon daganna 25. – 29. mars nk. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins.
Ullarþon er nýsköpunarkeppni haldin á netinu til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
- Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull
- Blöndun annarra hráefna við ull
- Ný afurð
- Stafrænar lausnir og rekjanleiki.
Hvetjum alla áhugasama til að taka þátt! Skráning er hafin hér. Hægt er að taka þátt hvort heldur sem einstaklingur eða í teymi, eða mynda teymi á Facebookar síðu Ullarþonsins. Þátttakendur hafa aðgang að breiðum hóp leiðbeinenda á meðan Ullarþoninu stendur. Hægt er að skrá sig hér:
Lokaskil á hugmyndum er þann 29. mars. Dómnefnd mun þá meta hugmyndir og tilkynna um miðjan apríl hver mun vera í topp 5 í hverjum flokki. Úrslit verða kynnt 20. maí á Hönnunarmars 2021. Heildarverðmæti vinninga eru um 1.600.000 kr.
Nú er tækifæri til að láta ljós sitt skína og taka þátt í að koma með nýjar nýskapandi lausnir sem hægt verður að nýta sem best og þar með skapa verðmæti úr ullinni!
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebookar síðu “Ullarþon” eða á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar; www.textilmidstod.is