Á fundi stjórnar SASS, sem haldinn var í dag 11. september, var fjallað um ummæli tveggja þingmanna í garð sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi vegna aðkomu þeirra að skipulagsmálum virkjana sem fyrirhugað er að byggja . Eftirfarandi bókun var af þessu tilefni samþykkt samhljóða:
,,Samtök sunnlenskra sveitarfélaga harma þau ummæli sem fallið hafa í garð sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi vegna skipulagsmála í tengslum við virkjanir. Sveitastjórnarmenn hafa ávallt hag sinnar byggðar að leiðarljósi og engin annarleg sjónarmið ráða afstöðu þeirra.“