Primordia ráðgjöf ehf. (www.primordia.is), hefur tekið að sér að undirbúa stofnun „Háskólafélag Suðurlands hf.“, eins og vinnuheiti verkefnisins er í dag, sem á að miðla, og hugsanlega skapa, háskólanám á Suðurlandi. Verkefnið er kostað af Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og hefur það að markmiði að miðla háskólanámi á Suðurlandi og byggja upp umhverfi í tengslum við það sem hvetur sprota-, frumkvöðla- og rannsóknafyrirtæki og -stofnanir til þátttöku. Verkefnið tekur mið af Vaxtarsamningi Suðurlands og ákvæði hans um uppbyggingu klasa á Suðurlandi í tengslum við háskólastarfsemi.
Skrifstofuaðstaða hefur verið opnuð á Selfossi að Austurvegi 56, 3.h. Þar mun a.m.k. Valdís A. Steingrímsdóttir, ráðgjafi Primordia, vera til staðar til skrafs og ráðagerða á mánudögum og miðvikudögum frá 9 – 16 eða eftir samkomulagi og Sveinn Aðalsteinsson, verkefnisstjóri, mun einnig hafa þær aðstöðu. Allir eru hvattir til að hafa samband, með tölvupósti (valdis@primordia.is) eða í síma 480 5015 eða 480 5000 (skiptiborð) eða farsíma 697 9644.
Ráðgjafar Primordia hafa byrjað röð funda með fulltrúum sveitarstjórna á Suðurlandi. Nú þegar hefur verið fundað með 12 sveitarstjórnum og reiknað er með þeim ljúki í byrjun febrúar.
Þessir fundir voru mjög gagnlegir og mörg áhugaverð viðhorf komu fram á fundunum. Alls staðar kom fram mikill áhugi á málefninu og lögð var mikil áhersla á að fundinn yrði farsæl lausn á háskólamálum Sunnlendinga.