fbpx

Markmið

Efla aðgengi að símenntun á miðsvæðinu.

Tengsl við sóknaráætlun

Verkefnið er 3ja ára verkefni sem stofnað var til á grundvelli Sóknaráætlunar 2013, um eflingu símenntunar og bætts aðgengis að háskólanámi á miðsvæðinu. Ein megin áhersla samráðsvettvangsins 2015, um Sóknaráætlun 2015 til 2019 er að hækka menntunarstig á Suðurlandi með eflingu framboðs og aðgengis að menntun í heimabyggð.

Árangursmælikvarðar (afurðir og áhrif á samfélagið)

Menntunarstig á svæðinu og aðsóknartölur í nám sem stundað er hjá Fræðslunetinu eða vegna aðstöðu til fjarnáms í námsverum á svæðinu.

 

 

Framkvæmdaraðili
Fræðslunet Suðurlands og Háskólafélag Suðurlands
Samstarfsaðili
SASS, Kötlusetur, Fræðslunetið, Háskólafélag Suðurlands  og Kirkjubæjarstofa.
Heildarkostnaður
8.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
6.500.000 kr.
Ár
2015
Tímarammi
Árið 2015