fbpx

Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða seinni úthlutun sjóðsins á árinu 2018. Umsóknir voru 120 talsins,  í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna bárust 51 umsókn og 69 umsóknir í flokki menningarverkefna.

Að þessu sinni var 38 mkr. úthlutað til 67 verkefna úr báðum flokkum. Samþykkt var að veita 20 verkefnum styrk í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna samtals að upphæð 17,44 mkr. og 47 verkefnum í flokki menningarverkefna sem hlutu samanlagt 20,6 mkr.

Hæsta styrkinn að þessu sinni hlutu í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunarverkefna Fóðurstöð Suðurlands ehf til þróunar á  framleiðslu gæludýrafóðurs og Rúnar Þór Bjarnason í verkefnið Föngum fjósorkuna. Þessir aðilar hlutu hvor um sig styrk uppá 2 mkr. Í flokki menningarverkefna hlaut hæsta styrk 1,2 mkr. Þýsk íslenska vinafélagið / Dorothee Katrin Lubecki í verkefnið Esju-konur. Í þessum flokki hlutu 3 verkefni 1 mkr. í styrk, Myndlistarsýningin huglæg rými sem Listasafn Árnesinga stendur fyrir, sýningin Ólíkur endurómur listakonunar Sigrúnar Ólafsdóttur og Alþjóðlegar rokkbúðir á Suðurlandi sem Áslaug Einarsdóttir stýrir.

 Lista yfir verkefni má sjá hér https://www.sass.is/uppbyggingarsjodur/uthlutadir-styrkir/