fbpx

Þann 16. mars nk. kl. 10:00-12:00 mun Samband íslenskra sveitarfélaga efna til upphafsfundar átaksins „Samtaka um hringrásarkerfið“. Fundurinn mun fara fram á Teams. Sambandið hefur með aðstoð umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins sett átakið á fót til að aðstoða sveitarfélög að innleiða breytingar á meðhöndlun úrgangs sem koma til framkvæmda 1. janúar 2023.

Á fundinum mun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flytja ávarp, þá verður farið yfir helstu breytingar sem framundan eru í úrgangsstjórnun sveitarfélaga og þau stuðningsverkefni sem sveitarfélögum býðst.

Dagskrá

  1. Opnun: Freyr Eyjólfsson fundarstjóri.
  2. Ávarp: Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
  3. Ávarp: Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  4. Breytingarnar 1. janúar 2023: Ísak Már Jóhannesson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
  5. Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku: Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur Environice.
  6. Handbókarvinnan og kaup í anda hringrásarhagkerfis: Bryndís Skúladóttir sérfræðingur hjá VSÓ.
  7. Borgað þegar hent er heim í hérað: Hafþór Ægir Sigurjónsson verkefnastjóri á ráðgjafarsviði KPMG.
  8. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu: Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins.
  9. Framtíðarlausn fyrir brennanlegan úrgang: Helgi Þór Ingason prófessor og verkefnisstjóri forverkefnis.
  10. Umræður
  11. Lokaorð: fundarstjóri

Fundurinn er opinn öllum. Nauðsynlegt er að skrá sig hér. Slóð á fundinn verður send til fundarmanna að morgni 16. mars.