Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið býður til streymiskyinningar á nýrri skýrslu um stöðu hitaveitna og nýtingu jarðhita til húshitunar föstudaginn 5. maí, kl 10.30.
Skýrslan var unnin af Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í kjölfarið á fréttum um erfiða stöðu hjá mörgum hitaveitum sl. vetur.
Í skýrslunni er lagt mat á stöðu rannsókna og gagna um auðlindina og hvernig þróun nýtingar hefur verið, en þar kemur m.a. fram að um 2/3 hitaveitna sem úttektin nær til sjá fram á aukna eftirspunr og telja fyrirsjáanleg vandamál við að mæta henni. Í skýrslunni eru einni útlistaðar hvaða hindranir kunni að vera við frekari jarðhitaleit eða nýtingu, sem og hvaða tækifæri eru til sjálfærrar nýtingar jarðhita til framtíðar.
Streymið má finna inn á eftirfarandi hlekk. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/05/04/Uttekt-a-stodu-hitaveitna-beint-streymi-fra-kynningu/