Um 70 manns sótti málþing um málefni innflytjenda sem haldið var í Þorlákshöfn s.l. föstudag. Þingið hófst með ávarpi Unnar Þormóðsdóttur formanns velferðarmálanefndar SASS. Á málþinginu voru haldin fjölmörg erindi þar sem varpað var ljósi á ýmsar hliðar innflytjendamála. Hægt er að sjá hluta fyrirlestranna á síðunni hér til vinstri. Fyrirlesarar voru eftirtaldir: Hildur Jónsdóttir Innflytjendaráði, Unnur Dís Skaftadóttir Háskóla Íslands, Þorvarður Hjaltason Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Auður Guðmundsdóttir Vinnumálastofnun Suðurlandi, Guðrún Kormáksdóttir Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Sr. Baldur Kristjánsson, Amal Tamimi formaður lýðræðis- og jafnréttisnefndar Hafnarfjarðar, Berglind Ósk Agnarsdóttir verkefnisstjóri Fjarðabyggð, Bryndís Friðgeirsdóttir, Rauða Krossinum Ísafirði, félagi í Rótum –áhugamannahópi um fjölmenningu á Vestfjörðum, Anna Lára Steindal Rauða krossinum Akranesi, Aðalsteinn Baldursson Verkalýðsfélagi Húsavíkur, Elsa Arnardóttir og Helga M. Steinsson frá Fjölmenningarsetrinu. Að lonum fyrirlestrum tóku umræðuhópar til starfa og skiluðu áliti áður en Jóna Sigurbjartsdóttir formaður Menningarráðs Suðurlands sleit málþinginu.