fbpx

 

Menntaverðlaun Suðurlands voru afhent í sextánda sinn miðvikudaginn 12. febrúar sl. á árlegum hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands. Athöfnin fór fram í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Alls bárust fimm tilnefningar til Menntaverðlaunanna fyrir árið 2024 um fjögur verkefni, einstkaling og/eða stofnanir.

Að þessu sinni var það verkefnið ,,Eflum tengsl heimilia og skóla“ sem hlaut verðlaunin.

Verkefnið er samstarfsverkefni fjölskyldusviðs Árborgar, leik- og grunnskóla sveitarfélagsins og Fjölbrautarskóla Suðurlands.Verkefnið hefur það markmið að bjóða foreldrum leik- og grunnskólanemenda sveitarfélagsins með fjölmenningarlegan bakgrunn, upp á hganýtt íslenskunámskeið. 

Á mynd frá vinstri forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, Anna Katarzyna Wozniczka, verkefnastjóri í málefnum flóttamanna, Aneta Figlarska, kennsluráðgjafi í fjölmenningu og Anton Kári Halldórsson formaður SASS

Á námsekiðinu kynnast þau helstu hugtökum skólastarfsins og efla orðaforða en rannsóknir sýna að tungumála örðuleikar geta hindrað þátttöku foreldra í því starfi. Nýbreytni og frumleiki verkefnisins felst fyrst og fremstí því að samtvinna íslenskukennslu, fræðslu um skólakerfið og hagnýta upplýsingagjöf til foreldra í einu námskeiði. Annar þýðingarmikið atrið er sú nýjung að bjóða börnum þátttakenda að koma með á námskeiðið en fyrirr marga einstæða foreldra, eða foreldra án tengslanets á Íslandi getur slík hindrun verið þröskulur á þátttöku á kvöldnámskeiðum, verkefnið leiddi ti aukinnar þátttöku foreldra í námi barna sinna og hafði jákvæð áhrif á námsárangur og vellíðan barnanna.

Var það Anton Kári Halldórsson formaður SASS sem tilkynnti niðurstöður  úthlutunarnefndar. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, afhenti verðlaunin.

Við óskum aðstandendum verkefnisins til hamingju með verðlaunin.

Allar tilnefningar til Menntaverðlauna Suðurlands 2024:

  1. Myndlistarkennarnir við Fjölbrautarskóla Suðurlands; þær Anna Kristín Valdimarsdóttir og Ágústa Ragnarsdóttir.
  2. Eyrún Jónsdóttir kórstjóri Menntaskólans að Laugarvatni.
  3. Ragna Björnsdóttir kennari við Kerhólsskóla og upplýsingafræðing á bókasafni Grímsnes- og Grafningshrepps.
  4. Verkefnið ,,Eflum tengsl heimila og skóla“

Nánari frétt af árlegum hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands má finna hér.