Vegna ummæla lögfræðings Bíla og fólks ehf. í hádegisfréttum RÚV 3. desember sl. vill stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga taka fram eftirfarandi:
Stjórn SASS samþykkti á fundi sínum 3. nóvember sl. að taka lægsta tilboði í akstur almenningsvagna á Suðurlandi frá Bílum og fólki ehf, sem hljóðaði upp á tæpar 120 milljónir. Þar með komst á samningur sem fyrirtækið ákvað síðan að efna ekki. Önnur tilboð voru það langt frá kostnaðaráætlun að ekki kom til greina að taka þeim.
Þar sem útboðið hafði mistekist af ofangreindum ástæðum ákvað stjórn SASS að nýta sér heimild í lögum um opinber innkaup til samningskaupa. Í kjölfarið náðust samningar við Hópbíla hf sem undirritaður var 2. desember sl. Samningsupphæð við Hópbíla nam um 127 milljónum en ekki 188 milljónum eins og lögmaður Bíla og fólks hélt fram.
Í þessu máli hefur stjórn SASS farið að lögum í einu og öllu og haft hagsmuni almennings í fyrrirúmi.“
Yfirlýsingunni er hér með komið á framfæri.